?

Log in

Naantali

Ég er lifandi. Ég hef milljón og einn hlut til að gera. Það er erfitt að flytja á milli landa, líka á milli borga. Ég veit ekki lengur hvort þetta plan mitt að reyna að búa í mismunandi borg á hverri önn sé eitthvað svo sniðugt. Þetta tekur alveg rosalega á. Ég er nú samt búin að ná að koma mér ágætlega fyrir í íbúðinni (sendi ykkur myndir við tækifæri). Það gekk aðeins brösulega fyrst, það virkaði ekki neitt, en núna er ég komin með sjónvarp, hita og mér algjörlega að óvörum þráðlaust net heima. Þið getið ímyndað ykkur hvað það hefur glatt mig þar sem ég var alveg búin að gefa upp á bátinn að fá að hafa net, þar sem að húsið sem ég bý í er 200 ára gamalt timburhús sem er ekki einu sinni með símatengi.

Skólinn er líka byrjaður af fullum krafti. Er búin að rúlla upp einu enskunámskeiði. Þar þurfti að halda fyrirlestur á hverjum degi, þannig að ég held að ég sé komin með nóg af þeim fyrir lífstíð. Í þessari viku byrjuðu svo "alvöru" tímarnir líka, saga, landafræði og pólitík eystrasaltsins. Undarlega skemmtilegt í fyrirlestrunum, og yfirleitt alltaf mjög áhugavert. Finnskutíminn byrjar svo í næstu viku, vona að ég muni hafa tíma til að vera dugleg að mæta þar.

Er að fara á fund í fyrramálið með aðal prófessornum mínum og við ætlum að ræða um umsóknina mína um að fara til Eistlands á næstu önn. Umsóknarfresturinn er 1. okt þannig að ég hef takmarkaðan tíma til að reyna að sannfæra hann. Það kom svo líka í ljós að það er bara eitt pláss laust við skólann, en ef allt þetta gengur upp og allt fer að óskum verð ég skiptinemi í Tartu í Eistlandi í janúar.

Annars er bara fínt að eiga heima í Naantali, þó svo að múmínhúsið sé lokað. Ætla samt að reyna að fara um helgina og athuga hvort að maður komist að því þó svo að garðurinn sé lokaður, getur ekki verið svo hátt grindverkið. Þetta er bara rosalega sætur bær, allavegana þar sem ég bý í gamla bænum. Öll húsin eru eld gömul timburhús, og ef maður lokar augunum fyrir bílunum gæti maður alveg ímyndað sér að maður væri í gamla daga.

P.S Ballykissangel er alltaf sýnt klukkan 9 á morgnana, hver mundi ekki vilja eiga heima hér?

Profile

svoskars
svoskars

Latest Month

September 2007
S M T W T F S
      1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
30      

Page Summary

Syndicate

RSS Atom
Powered by LiveJournal.com
Designed by Jamison Wieser